Lúsmýið er á einu máli |

Mygga

Lúsmýið er á einu máli

Lóan er komin að kveða burt veturinn og lúsmýið er komið í íslenska sumarbústaði. Framleitt var „testimonial efni” þar sem notendur vörunnar sögðu frá sinni reynslu. Notendur í þessu tilviki er íslenska lúsmýið. Vefborðar og auglýsingaskilti sýndu íslenska lúsmýið gefa Mygga afleita dóma. Útlit á efninu var innblásið af erlendum ferðavefum. Hinn eini sanni Siggi Hlö dró fram hljóðnemann á ný fyrir útvarpsauglýsingar þar sem saumklúbbar af lúsmýi hringja inn og barma sér yfir þessum vágesti sem skordýrafælan Mygga er.

    Hvað var gert?

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna

  • Hreyfigrafík

  • Framleiðsla

  • Textavinna

  • Birtingar