Atvinna

Störf í boði

Það vill svo til að við hjá TVIST eigum nokkra lausa stóla, nýbólstraða og fína, og viljum því ólm bæta hugmyndaríkum hönnuðum við okkar öfluga teymi.

Allt frá fyrsta degi höfum við lagt alúð á að ná árangri en gleyma aldrei gleðinni. Við trúum á mikilvægi þess að hlúa að hæfileikum, að stemning geri kraftaverk og að „af því bara“ sé aldrei rétta svarið.

Ef þú ert sama sinnis, að öllu eða langmestu leyti, skaltu ekki hika við að kynna þér stöðurnar hér að neðan og vera í bandi.