G Vítamín 2023 |

G Vítamín 2023

Við vitum öll að það er hollt að hreyfa sig reglulega og taka vítamín, en við gleymum gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar. G vítamín er átak á vegum Geðhjálpar sem felur í sér að birta geðræktandi heilræði á hverjum degi yfir mesta skammdegið til þess að stuðla að bættri geðheilsu. Í ár ákváðum við að fá Villa Neto til þess að kynna hvert G vítamín fyrir góðum gestum í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar. Myndböndin birtust daglega á helstu samfélagsmiðlum, í daglegum pósti og á gvitamin.is. Samhliða G vítamínunum þá kynnti Geðhjálp sérstaka “G vítamín ilmdropa” sem eru framleiddir af Angan og henta vel með daglegri geðrækt. Allur ágóði af G vítamín ilmdropunum rann til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

    Hvað var gert?

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna

  • Hreyfigrafík

  • Framleiðsla

  • Textavinna

  • Tökur

  • Teikning

  • Almannatengsl