Allan hringinn |

Umhverfisstofnun

Allan hringinn

Umhverfisstofnun og samstarfsaðilar verkefnisins Allan hringinn héldu fjölmiðlaviðburð í Góða hirðinum til að kynna stórar breytingar í úrgangsmálum á Íslandi. TVIST sinnti hugmyndavinnu og almannatengslum í kringum viðburðinn og okkar markmið var að gera viðburðinn áhugaverðan og eftirminnilegan. Ísland er í sjöunda sæti yfir þær þjóðir innan Evrópu sem henda mestu magni af heimilisúrgangi á hverju ári eða að meðaltali um 667 kg á hvern Íslending. Í tilefni þess þá reistu Umhverfisstofnun og Sorpa “Íslenska úrgangsfjallið“, táknræna 667 kg. ruslahrúgu inn í Góða hirðinum. Með þessu vildum við sýna hve mikilvægt það er að endurnýta meira og urða minna.

    Hvað var gert?

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna

  • Almannatengsl