Á hverju ári aðstoða björgunarsveitir Landsbjargar fjöldann allan af erlendu ferðfólki. Hingað til hafa þakklátir ferðalangar átt erfitt með að endurgjalda Landsbjörgu hjálpina en Root for Safety breytir því. Í skiptum fyrir fjárstuðning gróðursetja Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands birkiplöntur víðsvegar um landið. Við kortlögðum helstu snertipunkta við ferðafólk og bjuggum til efni sem var ætlað að vekja athygli þeirra á hótelum, í rútum, bílaleigubílum og öðrum stöðum þar sem leið þeirra liggur um landið. Krúnudjásnið í verkefninu er neyðarskýli sem sótt var vestur á firði, sagað í sundur og sett upp í Leifsstöð sem kynningar- og fjáröflunarbás.
Grafísk hönnun
Hugmyndavinna
Hönnun
Textavinna
Stefnumótun
Almannatengsl