Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo er vottun fyrir íslensk fyrirtæki og stendur fyrir heilbrigðan rekstur. Um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þessa ströngu skilyrði. Leggja þurfti áherslu á að vottunin er ekki viðurkenning fyrir mikinn gróða, heldur stöðugleika í rekstri. Tengja þurfti Creditinfo betur við vörumerkið Framúrskarandi fyrirtæki ásamt því að gera merki vottunarinnar læsilegri. Tvær tegundir auglýsinga voru framleiddar til að auglýsa vottunina. Í fyrri auglýsingunum var birtur vitnisburður fjögurra fyrirtækja sem hafa verið “Framúrskarandi frá upphafi”. Myndirnar voru svarthvítar sem passar vel við rauða lit Creditinfo ásamt því að gefa efninu aukinn elegans. Í seinni auglýsingunum var undirstrikað að einungis 2% íslenskra yrirtækja eru Framúrskarandi. Auglýsingarnar blönduðu saman tölfræði og myndefni á áhrifaríkan hátt.
Grafísk hönnun
Framleiðsla
Textavinna