Nú er boltinn hjá þér |

Síminn

Nú er boltinn hjá þér

Enski boltinn kenndi okkur Íslendingum að elska fótbolta og hefur enn fremur límt saman íslenskar fjölskyldur í marga ættliði. Við ölumst upp við að styðja tiltekið lið og klæðast jafnvel Liverpool-samfellum eða sjúga United-snuð strax í vöggu. Þess vegna kappkostuðum við að fanga þá tilfinningu í herferð fyrir hina nýju vöru Símans, Enska boltann, og fögnuðum fegurð boltans. Og stofnuðum loks TVIST Ham United.

    Hvað var gert?

  • Mörkun

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna

  • Framleiðsla

  • Textavinna

  • Tökur