Eurogym 2020 |

UEG

Eurogym 2020

Fimleikamótið EuroGym, sem UEG (Evrópska fimleikasambandið), heldur á tveggja ára fresti fer næst fram í Reykjavík 2020. Hvert mót fær sitt eigið merki sem þarf að vera smíðað úr hluta aðalmerkis UEG og féll hönnun þess í okkar hlut. Í vinnunni við lógóið sóttum við áhrif í íslenska sumarið, sem skóp litapallettu merkisins, og leituðumst við að fanga hreyfinguna og samhæfinguna sem einkenna í fimleika. Og gott ef við urðum ekki ögn liðugri fyrir vikið.

    Hvað var gert?

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna