Strætómeistarinn
Í þessum meistarkúrs deilir strætónotandinn og skemmtikrafturinn Vilhelm Neto öllu sem þú þarft að vita til að „mastera” Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
framleiðsla
stefnumótun
Besta leiðin til þess að læra er í gegnum meistara í sínu fagi. Og hver betri en okkar allra besti Villi Neto til að taka kúrsinn með þér. Villi Neto hefur á undanförnum árum látið ærlega að sér kveða á samfélagmiðlum í umræðum um almenningssamgöngur.
Strætó hefur glímt við það að sumir misskilja Strætó og Klappið og kunna ekki eða vita ekki hvernig á að nota þjónustuna. Miklar framfarir og tæknilegar úrbætur hafa farið framhjá fólki. Dæmi eru um að enn sé verið að kvarta yfir hlutum sem Strætó er búin að laga. Við nýttum tækifærið til að leiðrétta ranghugmyndir og leiðbeina notendum Strætó.
Efninu var skipt upp í kafla sem tók fyrir þá þætti sem nauðsynlegt er að kunna til að verða Strætómeistari. Í lok hvers kafla fékk nemandinn eina spurningu úr efninu.
Að kúrsinum loknum fengu nemendur prófskírteini sem staðfesti útskrift úr meistarakúrsinum.
Auglýsingar voru birtar á íslenskum vefmiðlum og á samfélagsmiðlum, þar sem markmiðið var að beina áhorfandanum á kúrsinn á meistari.straeto.is. Því til stuðnings voru svo keyptar birtingar í útvarpi, sjónvarpi, í biðskýlum á höfuðborgarsvæðinu, á auglýsingaskjáum í kringum fjöl farnar umferðargötur og á auglýsingaskjáum í íþróttamannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu.
Val á birtingamiðlum tók þá mið af greiningum sem liggja fyrir varðandi það hvernig markhópar herferðarinnar sækja sér helst upplýsingar og eru líklegastir til að bregðast við auglýsingum á jákvæðan hátt.


