Óblíðar móttökur fyrir óboðna gesti

Lóan er komin til landsins og lúsmýið er mætt í íslensk sumarbústaðarhverfi

Hero
Hero

hugmyndavinna

framleiðsla

textasmíði

Sala á skordýra- og flugnafælum á sér aðallega stað yfir sumartímann og það er mikil samkeppni milli ýmissa vörumerkja í þessum vöruflokki. Mygga skapaði sér sérstöðu með hressandi markaðsefni. 

Herferðin gekk út á vitnisburði þar sem íslenskt lúsmý sagði frá dapurlegri reynslu af hinni öflugu Mygga vörn. Vefborðar og auglýsingaskilti sýndu íslenska lúsmýið gefa Mygga afleita dóma og sýna þannig fælingarmátt fælunnar bragðvondu í skemmtilegu ljósi. Útlit á efninu var innblásið á vinsælum ferðavefum á borð við Tripadvisor og booking.com

Lúsmý hefur litla lyst á Mygga

Í útvarpsauglýsingum herferðarinnar hittum við íslenska lúsmýið fyrir í sumarbústaðarferð. Lúsmýið er að „fá sér“ og hringir í hinn eina sanna Sigga Hlö til að kvarta yfir óblíðum móttökum í Mygga-smurðum bústað. Við gerð útvarpsauglýsinganna voru notaðar raunverulegar upptökur af saumaklúbbum sem hringt höfðu inn til Sigga Hlö í gegnum tíðina.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn