Það er list að lifa með krabbameini

Bleika slaufan 2025 var tileinkuð konum sem lifa með langvinnt og ólæknandi krabbamein. Hönnuður slaufunnar var fatahönnuðurinn og listakonan Thelma Björk Jónsdóttir en hún greindist með ólæknandi, fjórða stigs krabbamein árið 2024.

Hero
Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

framleiðsla

textasmíði

birtingar

almannatengsl

Handverk hefur hefur verið sem rauður þráður í verkum Thelmu í gegnum tíðina. Við hönnun slaufunnar leitaði Thelma Björk innblásturs í handavinnukistu ömmu sinnar. Í kistunni fann hún rósettu sem varð kveikjan að útliti slaufunnar. Rósettan táknar verðlaunagrip sem nældur er í hjartastað, tileinkaður öllum þeim sem lifa með krabbamein.

Í sjónvarpsauglýsingu herferðarinnar fáum við innsýn í sögu og hugarheim Thelmu Bjarkar. Hún lýsir þeim hugsunum sem sóttu að henni eftir greininguna og líkir meininu við óvæntan og óvelkominn ferðafélaga. Þrátt fyrir mótlætið kýs hún að brosa framan í daginn, lífið og dauðann.

„Ég lifi einn dag í einu, fyrir mig og fólkið mitt. Því það er list að lifa með krabbamein,“ segir Thelma að lokum. Með verkinu vildi hún sýna að hægt sé að lifa lífinu í gleði og þakklæti þótt glímt sé við ólæknandi sjúkdóm.

Bleika slaufan er átak sem stendur yfir í fimm vikur. Til að ná markmiðum um sölu á slaufunni, eftirtekt og þátttöku almennings þarf að framleiða mikið af fasaskiptu efni og huga að því fjölmiðlaumfjöllun og viðburðir dansi í takt við meginskilaboð herferðarinnar.

Saga Thelmu vakti talsverða athygli og margir hrifust af því æðruleysi sem hún sýnir í sinni baráttu og því hversu ófeimin hún er við að deila reynslu sinni með öðrum. Thelma fylgir leiðbeiningum lækna og fer reglulega í lyfjagjöf og myndatökur. Eins og staðan er í dag sést ekkert krabbamein í henni. Hún er að eigin sögn: „Gangandi kraftaverk.“

Bleika slaufan er átak sem stendur yfir í fimm vikur.  Til að ná markmiðum um sölu á slaufunni, eftirtekt og þátttöku almennings þarf að framleiða mikið af fasaskiptu efni og huga að því fjölmiðlaumfjöllun og viðburðir dansi í takt við skilaboð herferðarinnar.


Saga Thelmu vakti gríðarlega athygli þar sem hún hefur tekist á við verkefnið af jákvæðni og æðruleysi. Hún fylgir leiðbeiningum lækna og fer reglulega í lyfjagjöf og myndatökur. Eins og staðan er í dag sért ekkert krabbamein í henni. „Ég er gangandi kraftaverk.“

2025 var metár í sölu Bleiku slaufunnar

Framleiðandi: Tvist

Handrit: Tvist

Hreyfimynda Framleiðsla : Heather Millard, Matej Janinga , Natália Česánková

Leikstjórn og hönnun hreyfimynda: Una Lorenzen

Animators: Una Lorenzen, Rakel Andrésdóttir, Natalia Shevchenko

Kvikmyndatökumaður: Baltasar Breki

Gripill: Dagur Benedikt Reynisson

Hár og förðun: Guðbjörg Huldis Kristinsdóttir

Stílisti: Ellen Loftsdottir 

Klippari: Baltasar Breki

Litvinnsla: Baltasar Breki

Hljóðvinnsla: Jói B. Audioland

Lestur: Ebba Katrín Finnsdóttir 

Tækjaleiga: Kukl

Lag: Sunny Road – Emilíana Torrini (Rough Trade)

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

© Tvist ehf.

Allur réttur áskilinn