Konfektið okkar í 90 ár

Jólakonfektið er ómissandi á borðum landsmanna um jólin. Í ár er 90 ára afmæli Nóa Siríus og var því tilefnið sérstaklega kærkomið í ár.

Hero
Hero

grafísk hönnun

framleiðsla

hugmyndavinna

textasmíði

Allir þekkja jólakonfektið frá Nóa Siríus. Í tilefni 90 ára afmælis Nóa var ákveðið að halda yfirbragði herferðarinnar sígildu og með tilvísun í fyrri tíma með því að teikna molana í klassískum stíl sem undirstrikar karakter Nóa Siríus. 

Í tilefni 90 ára afmælisins faldi Nói Síríus 90 gullmiða í 90 kössum af Nóa konfekti. Nokkrir heppnir sælkerar gátu unnið glæsilega vinninga; afnot af Kia bifreið, úlpu frá 66° Norður, ísvél frá Elko, gjafabréf frá Dineout – svo fátt eitt sé nefnt. 


Glænýr hátíðarmoli með malt og appelsín bragði var einnig kynntur til leiks, en með honum tókst Nóa Síríus að sameina tvo órjúfanlega hluta af íslenskri jólahefð. Passað var upp á að allt auglýsinga- og markaðsefni myndi hafa sama yfirbragð til að tryggja samræmi í upplifun viðskiptavina.

„Það sem skýrir fyrst og fremst þessar vinsældir Nóa konfekts í öll þessi ár eru gæði molanna. Okkur er verulega umhugað um að gæðin skíni í gegn í hverjum konfektmola.“

Birna María Másdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

© Tvist ehf.

Allur réttur áskilinn