Vörumerkjahönnun Helix
Margir telja að heibrigðiskerfin á Íslandi og í þeim löndum sem við berum okkur saman við geti ekki vaxið áfram í óbreyttri mynd. Í þessu krefjandi umhverfi starfar Helix, sem er nýtt fyrirtækin utan um heilbrigðislausnir Origo.


mörkun
grafísk hönnun
hugmyndavinna
stefnumótun
almannatengsl
Lausnaframboð Helix samanstendur af ýmsum hugbúnaðarlausnum sem allar hafa sinn einkennandi lit. Í ljósi þess var ákveðið að hafa vörumerki Helix einlitt og stílhreint. Fjölbreytileika er náð fram með teiknistíl og formum. Hjá fyrirtækjum sem starfa við hugbúnaðargerð getur samkeppni um starfsfólk verið nokkuð hörð og því skiptir máli að vera aðlaðandi í augum hæfileikafólks. Vörumerki Helix opnar faðminn mjúklega fyrir þeim sem kjósa bætast í hópinn.



Útlit og nafn fyrirtækisins er innblásið af einni merkustu uppgötvun læknavísindanna, hinum tvöfalda Helix gormi kjarnsýrusameindarinnar (DNA). Nafnið er þjált og alþjóðlegt. Helix var ýtt úr vör með almannatengslaátaki.
