Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Þar getum við svo sannarlega gert betur og tilfinningin er að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
almannatengsl
Í Mottumars 2025 var unnið með listræna arfleifð Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Mottumarssokkarnir voru skreyttir kórónum og litum sem sóttir voru rakleitt af litaspjaldi sjálfs Prinsins. Auglýsingaherferðin var innblásin af skrautlegu persónugalleríinu í textum Svavars.
Óheilbrigður lífstíll er summan af mörgum litlum, slæmum ákvörðunum sem teknar eru hversdagslega á lengra tímabilli. Hver og ein þeirra vegur kannski ekki þungt en samanlagt geta afleiðingarnar orðið heilsutjón og jafnvel krabbamein. Í flaggskipsauglýsingu herferðarinnar röktum við þráðinn frá ungæðislegri neysluhegðun í yfir í heilsutjón síðar á ævinni.

Mottumars er átak sem þarf að vera á fullum snúningi í fimm vikur. Til að ná markmiðum um sokkasölu, eftirtekt og þátttöku almennings þarf að framleiða mikið af fasaskiptu efni og huga að því fjölmiðlaumfjöllun og viðburðir dansi í takt við skilaboð herferðarinnar. Það setti mark sitt á átakið í ár að annar af aðalleikurunum fékk hjartaáfall daginn eftir frumsýningu. Allt fór það vel og herferðin fékk ótvírætt orkuskot; Umræða um málefnið margfaldaðist og sokkarnir runnu út í öllum stærðum og gerðum.




Sokkasala jókst um 20% og heimsóknum á forvarnahluta krabb.is fjölgaði um 190%



