Ekki humma fram af þér heilsuna |

Krabbameinsfélagið

Ekki humma fram af þér heilsuna

Mottumars Krabbameinsfélagsins er ein mest áberandi árverkni- og fjáröflunarherferð hvers árs og sannur heiður að fá að taka við þessum farandbikar auglýsingabransans. Í ár var lögð áhersla á útbreidda frestunaráráttu karlmanna undir yfirskriftinni: „Ekki humma fram af þér heilsuna.” Fyrir því var rík ástæða enda hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós að 50% íslenskra karla sem greindust með krabbamein höfðu fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Þar af biðu 14% í meira en ár! Þessu þarf að breyta því líkur á bata eru meiri eftir því hversu snemma krabbamein greinist. Við lögðum áherslu á að hafa markaðsefni ferskt og skemmtilegt, en og halda í þann hressa anda Mottumars sem herferðir síðustu ára hafa skapað. Með samstilltu átaki fjölda samstarfsaðila og með gleðina að vopni varð til grátbrosleg auglýsing sem náði talsverðu flugi og markaðsherferð þar sem skúrað var út í öll horn. Sokkar seldust í bílförmum, áheit slógu öll met og Krabbameinsfélagið getur haldið áfram sínu góða starfi fyrir málefni sem snertir okkur öll.

    Hvað var gert?

  • Mörkun

  • Grafísk hönnun

  • Hugmyndavinna

  • Hreyfigrafík

  • Framleiðsla

  • Textavinna

  • Tökur